Upplýsingar
Stærra letur
Minna letur
 
Listi

Bænir og brauð


Gistihúsið Bænir og brauð er við Laufásveg 1 og stendur á hæð með frábæru útsýni yfir eyjar og sund, staðsett í jaðri gamla bæjarins. Stutt er í alla þjónustu, 2ja mínútu göngufæri í gamla bæinn með gömlu fallegu húsunum, veitingastöðum, Vatnasafni og sérstæða hafnarstæðinu. Einnig er um 3ja mínútu göngufæri í sundlaug og verslanir og einnig er skemmtilegur golfvöllur í næsta nágrenni.
Á neðri hæð hússins eru tvö tveggja manna herbergi búin góðum uppbúnum rúmum, handklæðum og baðsloppum. Þar er einnig glæsileg snyrting með baðkari/sturtuaðstöðu, ásamt eldhúsi og stofu. Á efri hæð hússins er eitt stórt tveggja manna herbergi búið uppbúnu góðu rúmi, handklæðum og baðsloppum og þar er sér snyrtiaðstaða. Einnig er hægt að leigja alla hæðina og er þá gisti aðstaða fyrir allt að 6 manns. Hægt er að fá rúm fyrir smábarn og aukadýnur. Þráðlaus nettengin er á staðnum. Í suður er 170 fm verönd með heitum potti ásamt frábærri sólbaðsaðstöðu sem stendur gestum til boða, einnig hellulagður garður í vestur þar sem gott er að setjast og njóta rómaðrar kvöldsólar við Breiðafjörð. Gestum stendur einnig til boða að nota grillaðstöðu á verönd gegn vægu gjaldi.

Bænir og brauð
Laufásvegur 1
Sími 820-5408

 

http://www.baenirogbraud.is/   gretasig@hotmail.com  
 

Efling Stykkishólms - Kt. 650895-2079 - Hafnargötu 3 - 340 Stykkishólmur - Sími 433 8100 - Fax 438 1705 - heilsuefling@stykkisholmur.is