Upplýsingar
Stærra letur
Minna letur
 
Listi

Eldfjallasafnið


Á Hvítasunnu 31. maí 2009 opnaði kynningarsýning á Eldfjallasafni í Stykkishólmi, og var hún opin sumarið 2009. Mögulegt er að taka á móti hópum í safnið. Upplýsingar eru veittar í síma 433-8154 og í tölvupósti: safn@eldfjallasafn.is
Á sýningunni er alþjóðasafn af listaverkum, fornum og nýjum, sem sýna eldgos, og einnig munir, forngripir, minjar og steintegundir úr einstöku safni Haraldar Sigurðssonar prófessors, sem hefur stundað eldfjallarannsóknir í yfir fjörutíu ár um allan heim.

 

Kynningarsýningin er undirbúningur að stofnun Eldfjallasafns í Stykkishólmi í náinni framtíð, þar sem margir þættir eldfjalla og virkni þeirra verða skoðuð í ljósi lista, vísindanna, bókmennta og umhverfisáhrifa.

Á Eldfjallasafninu í sumar var kynning flutt daglega af Haraldi Sigurðssyni á íslensku og ensku, um eldgos og áhrif þeirra, ásamt fræðslu um jarðfræði sem hentar fólki og nemendum með litla eða enga þekkingu á þessu sviði.
Frá haustdögum og frameftir vetri verður Haraldur á ferð um heiminn við rannsóknir. Hann hefur komið á fót bloggi um eldfjöll og jarðfræði og er hægt að fylgjast með því hér: http://vulkan.blog.is

 

Eldfjallasafnið
Aðalgata 8

Opnunartími;  Vinsamlegast hafið samband í síma 433 8154 eða í gegnum tölvupóst safn@eldfjallasafn.is
 

Efling Stykkishólms - Kt. 650895-2079 - Hafnargötu 3 - 340 Stykkishólmur - Sími 433 8100 - Fax 438 1705 - heilsuefling@stykkisholmur.is