Upplýsingar
Stærra letur
Minna letur
 
Listi

Hótel Breiðafjörður

 

Sömu eigendur eru að Hótel Breiðafirði og Hostel Sjónarhóli í Stykkishólmi. 
Hótelið er lítið og notalegt fjölskylduhótel sem stendur við Aðalgötu 8, í hjarta bæjarins.
Á hótelinu eru 11 herbergi, 9 tveggja manna og 2 eins manns, öll með baði. Sum tveggja manna herbergin eru það rúmgóð að þau rúma vel aukarúm.
Á hótelinu er kaffitería fyrir morgunverð. Tvennar svalir eru á húsinu og eru aðrar þeirra yfirbyggðar þar sem gestir geta slakað á og notið útsýnisins. Nettengd tölva er á staðnum fyrir gesti.
Gestir hótelsins geta spilað frítt á golfvellinum hér í Stykkishólmi sem er skemmtilegur 9 holu völlur.

Hótel Breiðafjörður
Aðalgötu 8
Tel. 433-2200

info@hotelbreidafjordur.is
 

Efling Stykkishólms - Kt. 650895-2079 - Hafnargötu 3 - 340 Stykkishólmur - Sími 433 8100 - Fax 438 1705 - heilsuefling@stykkisholmur.is