Upplýsingar
Stærra letur
Minna letur
 
Listi

Lindin nuddstofa


Lindin nuddstofa var stofnuð 26.október  2007. Eigendur stofunnar eru Ágústína Guðmundsdóttir, Fríða Hrund Kristinsdóttir og Lára Guðmundsdóttir.


Lindin nuddstofa
Nesvegi 13
340 Stykkishólmi
Símanúmer:
Ágústína S: 438-1436 og 699-1436, Fríða S: 438-1610 og 866-7702, Lára s: 438-1376 og 866-6417

Opnunartímar eru eftir samkomulagi

lindin@stykk.is


Meðferðir sem boðið er upp á:
Heildrænt nudd/ klassískt nudd:

Allur líkaminn nuddaður frá toppi til táar, leitast er við að fara djúpt í helstu vöðva líkamans. Nuddið miðar að því að losa spennu úr líkamanum, mýkja vöðvana og örva blóðrás.

Slökunarnudd:

Slakandi nudd þar sem nuddað er upp úr heitri COKOS olíu. Nuddið er streitulosandi og gott gegn daglegu álagi, gefur djúpa slökun og eykur vellíðan.  

Bak – axlir – háls:

Áhersla lögð á álagssvæði, t.d. slæma verki á ýmsum stöðum s.s. axlir, bak, handleggi, háls og höfuð.

Sogæðanudd:

Unnið er á yfirborði húðarinnar með léttum og hægum strokum. Sogæðanudd hjálpar til við að vinna gegn óæskilegri vökvasöfnun, ásamt því að gefa góða streitulosun og mikla slökun.  

Svæðanudd:

Er þrýstinudd á fótum og undir iljum. Svæðanudd byggir á þeirri kenningu að í fótum séu svæði sem samsvari til ákveðinna líffæra og hafi þar með áhrif á ákveðna líkamsstarfsemi. Nuddið gefur góða slökun.
 

Efling Stykkishólms - Kt. 650895-2079 - Hafnargötu 3 - 340 Stykkishólmur - Sími 433 8100 - Fax 438 1705 - heilsuefling@stykkisholmur.is