Upplýsingar
Stærra letur
Minna letur
 
Listi

Tjaldstæði Stykkishólms

Aðalgötu 27

340, Stykkishólmi

Sími: 438 1075 / 849 8435

Netfang: mostri@stykk.is

 

Tjaldstæðið í Stykkishólmi er ný uppgert og öll aðstaða þar er eins og best verður á kosið.

Þráðlaus nettenging er á svæðinu og öll þjónusta í göngufæri, s.s. sundlaug, verslanir og veitingahús. Afgreiðsla fyrir svæðið er í golfskála Golfklúbbsins Mostra, sem staðsettur er fyrir innan tjaldsvæðið. Þar er einnig upplýsingamiðstöð ferðamanna.

 

Opnunartími

Tjaldsvæðið er opið frá 15. maí til 15 september.

 

Salerni

Á tjaldsvæðinu í Stykkishólmi er salernisaðstaða á 2 stöðum, þjónustuhúsi og í golfskála. Þetta eru 14 vatnssalerni. Vaskaaðstaða er við öll salerni og einnig eru útivaskar til að þvo leirtau ofl.

 

Sturtur

2 útisturtur með heitu vatni eru við nýja þjónustuhúsið á tjaldsvæðinu.

 

Þvottavél og þurrkari

Á tjaldsvæðinu í Stykkishólmi er aðgangur að þvottavél og þurrkara í golfskálanum. Greitt er sérstaklega hjá tjaldsvæðisvörðum fyrir hvern þvott/þurrkun.

 

Upplýsingar

Tjaldsvæðisverðir veita allar upplýsingar um tjaldsvæðið. Þeir eru oftast á svæðinu á milli kl.8 og 22. Ekki er víst að á öllum tímum sé hægt að hitta á þá í þjónustuhúsi, því þeir þurfa að sinna ýmsum verkefnum á svæðinu s.s. þrifum og þess háttar.

 

Rafmagn

Rafmagnstöflur eru víðsvegar um tjaldsvæðið sem gestir geta fengið aðgang að. Sérstök millistykki þarf til að tengjast töflunum en þau fást hjá tjaldvörðum. Greiða þarf aukalega fyrir rafmagnið.

 

Efling Stykkishólms - Kt. 650895-2079 - Hafnargötu 3 - 340 Stykkishólmur - Sími 433 8100 - Fax 438 1705 - heilsuefling@stykkisholmur.is